8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Mun skemmtilegra með áhorfendum

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| Morgunblaðið
| 15.12.2020
| 9:40

Áhorfendur eru komnir í stúkurnar sums staðar á Englandi, m.a. …

Áhorfendur eru komnir í stúkurnar sums staðar á Englandi, m.a. í Southampton.

AFP

Það hefur verið afar gaman að sjá áhorfendur aftur á leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að aðeins 2.000 manns fái að mæta á velli á ákveðnum svæðum á Bretlandseyjum hafa þeir haft jákvæð áhrif.

Knattspyrna er mun skemmtilegra sjónvarpsefni þegar stuðningsmenn eru á pöllunum og var undirritaður nánast búinn að gleyma hvernig það var að horfa á enskan fótbolta með ástríðufulla stuðningsmenn í stúkunni.

Crystal Palace jafnaði gegn Tottenham undir lok leiks liðanna á Selhurst Park á sunnudag og leikmenn liðsins fögnuðu markinu vel og innilega með stuðningsmönnum fyrir aftan markið. Það var skemmtileg sjón.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir