5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Munu sýna frá heimsiglingu Vilhelms

Skyldulesning

Nýji Vilhelm í prufusiglingu í síðustu viku. Von er á honum heim til Akureyrar í lok mars.

Ljósmynd/Aðsend

Þegar nýjum Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 verður siglt til Íslands frá skipasmíðastöð í Danmörku í lok mars verður siglingin tekin upp og sýnd á N4.

Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á N4, og tökumaður frá N4 halda út til Danmerkur á mánudaginn næstkomandi og munu sigla heim með skipinu. Vænst er að þáttur um skipið og heimsiglingu þess verði tilbúinn 28. mars, daginn eftir að gert er ráð fyrir komu skipsins til Akureyrar. 

Í samtali við 200 mílur segir Karl Eskil að gert sé ráð fyrir að siglingin verði um fjórir sólarhringar og að þátturinn verði að mestu unninn um borð. 

Venjan er sú að bjóða almenningi að skoða ný skip skömmu eftir að þau koma  til heimahafnar. Ekki verður hægt að sýna nýtt skip Samherja, sem verður það stærsta í flotanum, og hefur Samherji því gripið til þess ráðs að ráða dagskrárgerðarmenn N4 til að festa atburðinn á filmu og fjalla um hann.

Þátturinn mun heita Gjörið svo vel, gangið um borð „heima í stofu“. 

Við ætlum sem sagt að taka að okkur að sýna landsmönnum þetta stórglæsilega skip, þar sem allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið,“ segir Karl Eskil í Facebook-færslu um þáttinn.

Sjá má kynningarefni þáttarins hér: 

Hátækni í sjávarútvegi – umfjöllun N4 um nýtt skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11.

Grafík frá N4

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir