0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Myndband frá Urðarbrunni sýnir mann kasta hlut inn um glugga íbúðarinnar sem brann

Skyldulesning

Myndband sem DV hefur undir höndum sýnir einstakling kasta logandi hlut, að virðist, inn um glugga íbúðar í fjölbýlishúsi við Urðarbrunn í gærkvöld. Kviknaði í íbúðinni, slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á íbúðinni.

Maður sem býr í íbúðinni vakti athygli um helgina er hann birti á samfélagsmiðlum myndband af sér að ganga í skrokk á öðrum manni. Er hann virkur keppandi í bardagaíþróttinni MMA. Var maðurinn handtekinn á sunnudag. Hann var ekki í íbúðinni er bruninn varð og var hún mannlaus.

Lögregla rannsakar málið sem mögulega íkveikju. Talið er að bensínsprengju hafi verið kastað inn um gluggann en það er ekki fullsannað.

Innlendar Fréttir