8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Myndband sýnir tjöruklessur um allan bíl

Skyldulesning

Stefán Borgar Magnússon bílstjóri, hjá flutningafyrirtækinu Þrótti, segist aldrei hafa séð viðlíka aðstæður og sköpuðust á veginum á milli Blönduós og Borgarfjarðar fyrir nokkrum dögum. Tjara fór í hvern krók og kima nokkuð tjón varð á bílnum. Eins og fram hefur komið voru miklar blæðingar á veginum. 

Stefán var á leið til Reykjavíkur frá Dalvík með fisk á aðfaranótt mánudags. „Það var ekkert nema djöfulgangur og læti. Stýrið hristist allt og svo safnaðist tjaran á dekkjunum og svo negldist tjaran inní brettið og annað,“ segir Stefán. 

Hann segir að ómældur tími og vinna muni fara í þrif. „Maður kemst ekkert að í þrif og maður þarf að nota bílinn. Því þrífur maður þetta bara sjálfur og sendir reikninginn á Vegagerðina,“ segir Stefán.  

Hann segist hafa verið að keyra með manni sem hafði verið rúm 50 ár á akstri og hann hafði aldrei séð annað eins. „Þetta var þvílíkt skrítið og við mættum tveimur mokstursbílum sem voru að moka tjöruna af veginum,“ segir Stefán.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir