Myndi ekki skipta á eigin leikmanni fyrir Erling Haaland – DV

0
93

Thomas Frank, stjóri Brentford, myndi ekki skipta á sínum eigin leikmanni jafnvel þó honum væri boðið að fá Erling Haaland í skiptum.

Haaland er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur raðað inn mörkum á tímabilinu fyrir Manchester City.

Öll félög í Evrópu myndu vilja fá Haaland í sínar raðir en Frank myndi ekki losa sig við framherjann Ivan Toney í skiptum.

Toney hefur sjálfur verið frábær á tímabilinu og er á óskalista stærri liða fyrir sumarið.

,,Auðvitað myndi ég ekki skipta á þeim. Ef Ivan væri að spila fyrir lið í topp fjórum þá myndi hann auðveldlega skora yfir 25 mörk,“ sagði Frank.

,,Ég er mjög ánægður með þá staðreynd að hann sé að spila fyrir okkur og það er í raun ótrúleg hvað hann hefur gert. Við erum góðir í að skapa færi og að hann hafi skorað 20 mörk er magnað.“

Enski boltinn á 433 er í boði