3 C
Grindavik
1. desember, 2020

Myndi vilja koma losun Íslands í núll

Skyldulesning

Andri Snær Magnason.

Umhverfisþing Pírata fór fram í dag, en þar voru rædd tækifæri og hættur sem nú stafa að heiminum í loftlagsmálum. Um er að ræða mánaðarlega fundi sem ljúka mun með samþykktri umhverfis- og loflagsstefnu flokksins fyrir næstu kosningar. 

Meðal gesta á fundinum var Andri Snær Magnason, rithöfundur. Ýmsum spurningum var velt upp og þar á meðal hver fyrstu verk Andra yrðu ef svo ólíklega vildi til að hann tæki við embætti umhverfisráðherra. 

„Ég myndi vilja reyna að sleppa pólítikinni og sjá hvernig væri tæknilega hægt að koma losun okkar niður í núll á tíu árum,“ sagði Andri og bætti við að málefnið væri mjög vandasamt. Það væri ekki einunis tæknilegt heldur margbrotið. 

Hægt er að hlusta frekar Andra og aðra gesti á umhverfisþingingu hér. 

Innlendar Fréttir