1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Myndi vilja sjá meiri inneign fyrir því að það sé talað um Breiðablik sem stærsta lið landsins – ,,Titillinn skilar sér aldrei“

Skyldulesning

Í Íþróttavikunni með Benna Bó var spiluð klippa úr viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, í þættinum 433.is þar sem Óskar sagðist ekki skilgreina sig út frá þeim titlum sem hann vinnur. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Albert Brynjar Ingason, voru sérfræðingar þáttarins.

Hörður Snævar, sem tók viðtalið við Óskar Hrafn, sakaði Benedikt Bóas, þáttastjórnanda Íþróttavikunnar um útursnúning með því að spila bara þetta brot úr viðtalinu við Óskar.

,,Óskar talaði mikið um að vinna titilinn, honum langar að skilgreina sig út frá titli en þú ert að snúa út úr með því að spila bara þetta brot úr þessu langa viðtali. Þú hefðir geta valið að spila klippuna þar sem hann talar um að Breiðablik ætli eða langi að vinna deildina.“

Benedikt segir þetta hafa gripið athygli sína vegna þess að allir einhvernveginn skilgreini sig á þeim titlum sem þeim vinna.

,,Já en hann er kannski bara orðinn meðvitaður um það að hann er bara að þjálfa ungmennafélagið Breiðablik sem hefur ekkert ríka sögu af því að vinna titla. Í íþróttum er hefðin sterk, það er ástæða fyrir því að titlarnir sogast alltaf að Hlíðarenda, Vesturbæ eða Kaplakrika. Kannski er Óskar bara að átta sig á því að Breiðablik hefur gert mjög vel síðastliðin ár en við erum að horfa á áttunda undirbúningstímabilið sem Blikar eru besta liðið en titillinn skilar sér aldrei,“ bætti Hörður Snævar þá við.

Albert Brynjar Ingason, einn sérfræðingur þáttarins segir að eftir ferilinn séu það titlarnir sem standi eftir. ,,Auðvitað viltu, þegar að þú ert að helga svona miklum tíma af lífi þínu í íþróttina, að þú eigir einhverja medalíu eftir öll þessi tímabil.“

,,Auðvitað er ég alveg hrifinn af því hvernig þeir spila en ég myndi samt vilja sjá meiri inneign fyrir því að það sé alltaf talað um þá sem nánast stærsta liðið á Íslandi. Ef svo á að vera þá þarf að fylgja titill með, svo geturðu farið að byggja ofan á það.“

Umræðuna um Breiðablik og titla í Íþróttavikunni með Benna Bó má sjá hér fyrir neðan.

video

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir