Rúta með fimmtán um borð valt ofan í Svartá við Saurbæ í Skagafirði um klukkan 14 í dag. Sex farþegar voru fluttir með sjúkrabílum til Akureyrar þar sem hlúð var að þeim, en enginn slasaðist enginn lífshættulega. Hinum níu sem voru í rútunni var ekið til Akureyrar með björgunarsveitarbílum.
RÚV greindi frá þessu.
Í kvöld barst tölvupóstur frá Landsbjörgu með meðfylgjandi myndum frá vettvangi. Segir í póstinum:
„Björgunarsveitir í Skagafirði voru í dag kallaðar út til aðstoðar við rútuslys sem varð rétt við Varmahlíð. Talsvert viðbragð var og meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá aðgerðum í dag, eftir að þeir sem lentu í slysinu höfðu verið flutt til aðhlynningar í hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð.“