3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Náðu í fyrstu loðnuna en gerðu hlé vegna brælu

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 21.1.2021
| 13:05
| Uppfært

13:57

Grænlenska skipið Polar Amaroq er búið að næla sér í 20 til 30 tonn af loðnu en hefur þurft að leita í var vegna veðurs.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grænlenska skipið Polar Amaroq fékk 20 til 30 tonn af loðnu í trollhólfinu austur af landinu í gærkvöldi og er um að ræða fyrstu loðnu sem veidd er við Ísland frá árinu 2018, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir að aðeins eitt hol hafi verið tekið í leiðindaveðri.

„Við prufuðum að kasta í gær rétt áður en dimmdi en veðrið var afskaplega leiðinlegt. Við leituðum síðan í nótt en það er bara ekkert veiðiveður,“ segir Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri. „Við fengum um 20-30 tonn af stórri loðnu en það er töluverð áta í henni. Við munum frysta aflann um borð. Það er bullandi bræla og ég held að sé ekkert annað að gera en að leita vars.“

Polar Amaroq er með útgefinn loðnukvóta sem nemur 1.155 tonnum.

Innlendar Fréttir