Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi – DV

0
8

Julian Nagelsmann hefur hafnað því að taka aftur við FC Bayern og ætlar frekar að skrifa undir nýjan samning við þýska landsliðið.

Nagelsmann er að fara að gera tveggja ára samning við þýska sambandið og heldur áfram.

Bayern vildi ráða Nagelsmann aftur til starfa, einu og hálfu ári eftir að hafa rekið hann úr starfi.

Fleiri félög sýndu Nagelsmann áhuga en hann er á leið inn í Evrópumótið með þýska liðið sem fram fer í heimalandi þeirra.

Nagelsmann er einn færasti þjálfari Evrópu en forráðamenn Bayern telja sig hafa gert mistök með því að hafa rekið hann.