Nagelsmann vill ekki sjá Chelsea en Tottenham heillar hann – DV

0
128

Julian Nagelsmann fyrrum þjálfari FC Bayern hefur áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri Tottenham í sumar. Það er Bild sem segir frá.

Nagelsmann var rekinn frá Bayern í síðasta mánuði en þessi 35 ára stjóri er eftirsóttur.

Chelsea hafði áhuga á að ráða Nagelsmann til starfa en hann vill ekki fara í frekar viðræður við bláa liðið í London.

Búist er við að PSG gæti einnig sýnt Nagelsmann áhuga í sumar en starfið hjá Tottenham virðist heilla hann samkvæmt fréttum.

Christian Stellini var rekinn frá Tottenham í dag en hann átti að stýra liðinu tímabundið, Ryan Mason mun stýra liðinu út tímabilið.

Antonio Conte var rekinn sem stjóri Tottenham á dögunum og leitar félagið nú að framtíðar stjóra og Nagelsmann gæti orðið sá maður.

Enski boltinn á 433 er í boði