4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Fram hefur komið að tilkynningum vegna barnaverndarmála hefur fjölgað um 10% milli ára hjá Barnavernd Reykjavíkur. Málin eru nú orðin alls um 5000. 

Í Kópavogi eru tilkynningar til barnaverndar tæplega 20% fleiri frá janúar til október en á sama tíma í fyrra og eru þær alls 1039 á  tímabilinu. 

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs ReykjavíkurborgarVísir/Egill

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að alls staðar sé fjölgun mála.

„Almennt hefur tilkynningum til barnavernda fjölgað mjög á landsvísu eða um 14%,“ segir Reglina. 

Hún segir að vegna fjölgunar mála hafi tvær nýjar barnaverndardeildir verið stofnaðar hjá borginni í vor.

„Þar leggjum við áherslu á börn af erlendum uppruna og erum að sinna þeim betur og hins vegar börn sem búa við ofbeldi. Síðan erum við með félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðum sem fara inná heimili þar sem ofbeldi kemur upp,“ segir Reglina.

Regína segir að málin séu af ýmsum toga.

Það er þessi spenna á heimilum og ofbeldi, vanræksla og nágrannar eru líka tilkynna í miklu meira mæli en áður um vanrækslu,“ segir Reglina.

Hún telur að það þurfi að huga sérlega vel að ungmennum í hópnum.

„Það er órói í ungmennahópnum, ég hef miklar áhyggjur af unglingum í þessari stöðu og ég held að við verðum að vera mjög mikið á vaktinni gagnvart þessum aldurshópi,“ segir Reglina..


Tengdar fréttir


Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir