7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Napoli valtaði yfir Rómverja

Skyldulesning

Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.

Lorenzo Insigne kom Napoli yfir eftir hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik settu heimamenn í gírinn. Spænski miðjumaðurinn Fabian tvöfaldaði forystuna á 64.mínútu og á lokakafla leiksins bættu Dries Mertens og Matteo Politano við mörkum.

Lokatölur 4-0 fyrir Napoli. Bæði lið hafa nú 17 stig í 5. og 6.sæti deildarinnar.

Napoli captain Lorenzo Insigne with a tribute to Diego Maradona ahead of tonight’s Serie A match with Roma pic.twitter.com/pHFQDoxAov

— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir