6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

NASA segir ólíklegt að geimfarar lendi á tunglinu fyrir árslok 2024

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir ólíklegt að það takist að koma geimförum til tunglsins fyrir árslok 2024. Ástæðurnar eru mikill kostnaður og tæknileg vandamál sem þarf að leysa í tengslum við Artemis geimferðaáætlunina.

Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar frá 12. nóvember sem ber heitið „2020 Report on Nasa‘s Top Management and Performance Challenges“.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að NASA hafi unnið hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins fyrir árið 2028 en í mars á síðasta ári hafi Hvíta húsið fyrirskipað að þessu yrði hraðað. NASA brást við þessu með því að þróa Artemis-áætlunina sem miðar að því að senda konu og karl til tunglsins fyrir árslok 2024.

Í skýrslunni er bent á að þetta muni kosta gríðarlega fjármuni og mikið muni mæða á ýmissi tækni, til dæmis risastórri eldflaug sem á að koma Orion geimfarinu út úr gufuhvolfi jarðar. Einnig er bent á að NASA fái aðeins tæplega helming þess fjármagns sem stofnunin fór fram á í tengslum við tunglverkefnið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir