nattbuxurnar….

Skyldulesning

Fátt er meira spennandi hér um borð en að fylgjast með nýjustu vendingum í náttbuxnatísku Binna yfirstýrimanns. Eins og myndin sýnir er þessar nýjustu náttbuxur hans ansi skrautlegar og vöktu strax mikla athygli. Ekki er loku fyrir það skotið að hann geri meira út á þetta náttbuxnablæti, og gælir hann við þá hugmynd að að gerast áhrifavaldur í því en að vel hugsuðu máli ákvað Brynjar að skemma ekki fyrir Brynjólfi stýrimanni sem nýjasta áhrifavalds skipsins.

„En minn tími mun koma og þá munu allir verða í náttbuxum, engin spurning!“