6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Náttúruminjasafn fær aðstöðu á Seltjarnarnesi

Skyldulesning

Húsnæðið á Seltjarnarnesi.

Húsnæðið á Seltjarnarnesi.

Ríkissjóður hefur gengið frá samningi við Seltjarnarnesbæ um yfirtöku á húsnæðinu við Safnatröð. Verkefnið er hluti af fjárfestingarátaki til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Í samræmi við áframhaldandi fjárfestingarátak stjórnvalda er gert ráð fyrir að mennta- og menningarmálaráðuneytið fái um 650 milljóna króna fjárveitingu í fjárlagafrumvarpi 2021 og fjármálaáætlun 2021-2025 til að standa undir kostnaði við ljúka framkvæmdum á eigninni undir opinbera starfsemi, samkvæmt tilkynningu.

„Húsið sem upphaflega átti að hýsa Lækningaminjasafn Íslands hentar að mörgu leyti vel fyrir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands með lítilsháttar breytingum. Það er talið hagkvæmari kostur að nýta núverandi hús sem er hálfbyggt og aðlaga það af þörfum safnsins en að hanna og byggja nýtt hús frá grunni,“ segir í tilkynningunni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir