7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti

Skyldulesning

Mennirnir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi í Landsrétti.

Mennirnir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi í Landsrétti.

mbl.is/Hallur Már

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku fyrir þremur árum síðan. Mennirnir hlutu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu áður verið dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sak­felldu, Lukasz Soliwoda og Tom­asz Wal­kowski, voru 32 og 36 ára þegar þeir brutu gegn stúlk­unni í kjall­ara fjöl­býl­is­húss í fe­brú­ar 2017.

Óhóflegur dráttur á málsmeðferð, sem mönnunum er ekki kennt um, er meðal rökstuðnings Landsréttar fyrir því að milda dóminn. Þó er tekið fram að brotin hafi verið alvarleg og beinst gegn einstaklingi undir lögaldri.

Mennirnir þurfa hvor um sig að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í bætur.

Í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í fyrra eru at­vik rak­in með þeim hætti að stúlk­an hafi hitt 19 ára gaml­an pólsk­an mann, sem einnig var ákærður í mál­inu, í miðbæ Reykja­vík­ur og þau farið heim til hans þar sem hann leigði her­bergi í kjall­ara fjöl­býl­is­húss og var ná­granni sak­felldu, Lukasz­ar og Tom­asz­ar.

Lukasz og Tom­asz voru ákærðir og sak­felld­ir fyr­ir að hafa þvingað stúlk­una til kyn­ferðismaka með því að beita hana ólög­mætri nauðung, en í dómi héraðsdóms kem­ur fram að brotaþoli hafi verið mjög ölvuð og ákærðu hafi mátt vera það ljóst.

Þannig hafi ákærðu mis­notað sér gróf­lega aðstöðu sína á grund­velli yf­ir­burða sinna í aldri og þroska, ölv­un­ar­ástand brotaþola og þeirra aðstæðna sem uppi voru, þar sem brotaþoli var ein með þrem­ur ókunn­ug­um mönn­um í óvenju­legu hús­næði.

Þriðji maður­inn, sem ákærður var fyr­ir að not­færa sér ástand stúlk­unn­ar til að láta hana hafa við sig munn­mök, var sýknaður á grund­velli þess að brotaþoli staðfesti ekki framb­urð sinn hjá lög­reglu í skýrslu sinni fyr­ir dómi, auk þess sem framb­urður ákærða um at­vik var óljós að því leyti að hann sagðist ekki viss um að „hún hafi gert þetta“, að því er fram kem­ur í dómn­um.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir