5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Nemendur úr meirihluta skóla þreytt valkvæð próf

Skyldulesning

Nemendur í 9. bekk á landinu öllu hafa haft val …

Nemendur í 9. bekk á landinu öllu hafa haft val um hvort þau þreyti samræmd könnunarpróf.

mbl.is/Hari

Öllum nemendum í 9. bekk á landinu hefur staðið til boða síðan 17. mars að þreyta samræmd könnunarpróf á pappírsformi. Prófin eru valkvæð, samkvæmt reglugerð, en henni var breytt vegna galla í próftökukerfinu sem kom upp þegar leggja átti prófin fyrir, fyrr í vor.

Nói Kristinsson, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, segir að valkvæðu prófin hafi gengið vel og að nemendur í meirihluta grunnskóla á Íslandi hafi ákveðið að þreyta próf. Hann segir að ekki sé sjáanlegur munur á próftöku milli kynja eða búsetu.

„Þetta hefur gengið bara vel. Það hefur verið fínt hljóð úr skólunum,“ segir Nói við mbl.is.

Nói Kristinsson, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, segir að valkvæð samræmd próf …

Nói Kristinsson, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, segir að valkvæð samræmd próf hafi reynst vel.

mbl.is/Árni Sæberg

Notast ekki við sama kerfi að ári

Hann segir einnig að líklega verði ekki aftur stuðst við próftökukerfið sem brást fyrr í vor. Það er frá bandarísku fyrirtæki sem brást ekki við erindum Menntamálastofnunar þegar ráðast átti í valkvæðu prófin. Því var brugðið á það ráð að notast við próf á pappírsformi.

Það kostar þó ef til vill meiri handavinnu; tví- og jafnvel þrítelja þarf öll svarblöð svo ekkert skolist til, en Nói segir að verið sé að kanna hvort fara megi yfir svarblöð nemenda rafrænt. Prófin sem lögð eru fyrir eru krossapróf og því er möguleiki að það sé hægt.

Prófin engu síðri en vanalega

Spurður hvort valkvæð samræmd próf missi gildi sitt, nú þegar ljóst er að ekki allir 9. bekkingar þreyti prófin, segir Nói að svo sé ekki. Í ár verður árangur nemenda borinn saman við bæði aðra nemendur sem þreyttu valkvæða prófið, en einnig árangur nemenda í fyrra, enda eru prófin síðan í fyrra mjög sambærileg þeim sem lögð eru fyrir í ár.

Þannig gefst tækifæri til þess að sjá þróun milli ára, ef einhver er. Þetta er nýlunda, en Nói segir að Menntamálastofnun hafi verið að fikra sig að þessu fyrirkomulagi undanfarin ár.

Valkvæðu prófin verða aðgengileg nemendum út apríl og segir Nói að leitast verði við að birta einkunnir í skömmtum. Einhverjir skólar hafa nú þegar lagt prófin fyrir og því liggja einkunnir úr þeim prófum augljóslega fyrir fyrr en annars staðar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir