2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Netflix sýndi Akureyri áhuga vegna Covid-19

Skyldulesning

ÞETTA SEGIR BARA ÞAÐ AÐ FORGANGSRÖÐUNIN ER ALGJÖRLEGA Á SKJÖN VIÐ ÞAÐ SEM ÆTTI AÐ VERA Á ATVINNUMARKAÐNUM…

Jóhann Elíasson Fyrrverandi stýrimaður og núverandi "möppudýr" Stýrimaður, annað stig (fiskimaðurinn) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík.  Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands.  Rekstrarfræðingur frá Agder Distriktshøgskole í Noregi.  Viðskiptafræðingur...

Þorvaldur Bjarni og Árni Sigurðsson upptökustjóri.

Þorvaldur Bjarni og Árni Sigurðsson upptökustjóri.

akureyri.net/Skapti Hallgrímsson

Tónlistarmenn og hljóðfæraleikarar hafa mátt muna fífil sinn fegurri eins og gefur að skilja. Kórónuveirufaraldurinn hefur gert svo að tónleikahald og önnur starfsemi tónlistarmanna um heim allan hefur svo að segja lagst af. Þrátt fyrir að bjartari horfur vegna tíðinda af bóluefnaþróun verður að segjast að síðustu misseri fyrir listafólk hafa verið erfið.

Það á þó ekki við um allt listafólk eins og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður akureyri.net, komst að um daginn. Hann ræddi við tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar á dögunum, tónlistarmanninn geðþekka, Þorvald Bjarna Þorvaldsson, sem var að leggja lokahönd á 17. verkefnið síðan í mars. Í Hofi á Akureyri eru nefnilega kjöraðstæður fyrir upptöku kvikmyndatónlistar, ólíkt því sem er víða um heim.

Atli Örvarsson hefur öðlast heimsfrægð fyrir kvikmyndatónlist sína.

Atli Örvarsson hefur öðlast heimsfrægð fyrir kvikmyndatónlist sína.

akureyri.net/Skapti Hallgrímsson

Risastór verkefni

„Ótrúlegt en satt, um síðustu helgi var SinfoniaNord að klára 17. kvikmyndatónlistarverkefnið frá því í mars. Og þetta eru engir smá titlar: The Old Guard með Carlize Theron, The Dig með Ralph Finnes, Eurovision með Will Ferrel, Sims-leikurinn, Benedikt búálfur, sjónvarpsserían Riviera, Hitmans Wife Bodyguard og fleira og fleira,“ sagði Þorvaldur Bjarni við Akureyri.net.

Að sögn Þorvalds hafði streymisrisinn Netflix samband við heimsþekkta kvikmyndatónskáldið Atla Örvarsson um möguleika þess að taka upp kvikmyndatónlist á Íslandi og var Netflix í kjölfarið komið í samband við SinfoniaNord. 

Hljóðfæraleikari hitamældur áður en hann gengur á svið í Hofi.

Hljóðfæraleikari hitamældur áður en hann gengur á svið í Hofi.

akureyri.net/Skapti Hallgrímsson

Í samráði við heilbrigðisfulltrúa Netflix og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra var það svo útfært hvernig taka mætti upp stór tónverk fyrir þætti og kvikmyndir án þess að gera svo í trássi við gildandi sóttvarnalög. Það tókst vel og hefur nú verið lokið við 17. verkefni eins og fyrr segir.

Nánar er fjallað um málið á vefnum akureyri.net.

Innlendar Fréttir