7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Newcastle skoraði fjögur í Leicester

Skyldulesning

Callum Wilson var öflugur fyrir Newcastle í kvöld.

Callum Wilson var öflugur fyrir Newcastle í kvöld.

AFP

Callum Wilson skoraði tvívegis fyrir Newcastle þegar liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á King Power-völlinn í Leicester í kvöld.

Leiknum lauk með 4:2-sigri Newcastle sem leiddi með fjórum mörkum gegn engu þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka.

Joseph Willock og Paul Dummett skoruðu sitt hvort markið fyrir Newcastle í fyrri hálfleik áður en Wilson bætti við tveimur mörkum til viðbótar á 64. mínútu og 74. mínútu.

Marc Albrighton minnkaði muninn fyrir Leicester á 80. mínútu áður en Kelechi Iheanacho skoraði annað mark Leicester á 87. mínútu.

Newcastle fer með sigrinum upp í þrettánda sæti deildarinnar í 39 stig en Leicester er sem fyrr í þriðja sætinu með 63 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir