8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Newcastle stal sigrinum í lokin

Skyldulesning

Fyrsta leik 10. umferðar í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Crystal Palace tók á móti Newcastle.

Engin mörk voru skoruð fyrr en undir lok leiks og stefndi allt í markalaust jafntefli.

Á 88. mínútu skoraði Callum Wilson fyrsta mark Newcastle í leiknum. Tveimur mínútum síðar skoraði Joelinton annað mark Newcastle og tryggði þeim sigurinn.

Ótrúlegar lokamínútur sem skila Newcastle í tíunda sæti deildarinnar með 14 stig. Crystal Palace eru í 13. sæti með 13 stig.

Crystal Palace 0 – 2 Newcastle


0-1 Callum Wilson (88′)


0-2 Joelinton (90′)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir