8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Newcastle upp um tvö sæti

Skyldulesning

Newcastle vann 2:1-sigur á West Brom í dag.

Newcastle vann 2:1-sigur á West Brom í dag.

AFP

Newcastle vann í dag 2:1-sigur á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum fór Newcastle upp í 17 stig, upp um tvö sæti, og upp í 11. sæti. West Brom er enn í 19. sæti með aðeins sex stig.

Newcastle byrjaði með miklum látum og eftir 20 sekúndur var Miguel Almirón búinn að skora og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Darnel Furlong jafnaði snemma í seinni hálfleik, 1:1, með afar fallegu marki.

Heimamenn í Newcastle áttu hinsvegar lokaorðið og Dwight Gayle skallaði í slá og inn á 82. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jacob Murphy og tryggði Newcastle góðan 2:1-sigur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir