4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Newcastle vill fá Brandon frá Manchester United

Skyldulesning

Newcastle United ætlar að reyna að fá Brandon Williams bakvörð Manchester United að láni í janúar. Ensk blöð segja að Newcastle fái samkeppni frá Southampton.

Williams virðist ekki vera í plönum Ole Gunnar Solskjær á þessu tímabili eftir að hafa spilað mikið á þeirri síðustu.

United festi kaup á Alex Telles í sumar og þá er Luke Shaw á sínum stað, Williams er umdeildur á meðal stuðningsmanna United en margir efast um gæði hans.

Solskjær er klár í að lána Williams svo að þessi tvítugi bakvörður fái dýrmæta reynslu en félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Steve Bruce stjóri Newcastle ætlar að nýta sér sína tengingu við Manchester United til að fá Williams.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir