4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Neyðarskýlin opin vegna kuldans

Skyldulesning

Fjögur neyðarskýli sem rekin eru af Reykjavíkurborg verða opin allan sólarhringinn næstu daga vegna kuldakastsins sem von er á. Reynt er að koma í veg fyrir að fólk grípi til örþrifaráða á borð við að sofa í bílageymslum. Áhersla er lögð á að skapa hlýlegt andrúmsloft í skýlunum í jólamánuðinum.  

Skýlin sem um ræðir eru Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarathvarf fyrir konur sem sett var upp vegna faraldurs Kórónuveirunnar en samanlagt eru þarna 63 pláss.

Í myndskeiðinu er rætt við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur sem er deildarstjóri yfir málefnum heimilislausra hjá borginni. Hún segir árið hafa verið afar erfitt fyrir skjólstæðinga sína sem hafi byrjað að sýna sig skömmu eftir að faraldur Kórónuveirunnar fór að gera vart við sig og því var sett upp tímabundið neyðarskýli til að bregðast við vandanum þar sem nú dvelja fjórtán konur.

Þá er rætt við Halldóru R. Guðmundsdóttur sem er nýtekin við sem forstöðukona Konukots.

Innlendar Fréttir