Home 433 Neymar nálgast Pelé

Neymar nálgast Pelé

0

Neymar skoraði sitt 68 mark fyrir Brasilíu í 4-0 sigri gegn Perú á fimmtudag í Copa America. Markið færði hann nær meti goðsagnarinnar Pele sem skoraði 77 mörk fyrir brasilíska landsliðið.

„Auðvitað er það mikill heiður fyrir mig að skrifa mig í sögubækurnar hjá Brasilíu,“ sagði tárvotur Neymar í viðtali eftir leik.

„Draumur minn hefur alltaf verið að spila fyrir Brasilíu og klæðast þessari treyju. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ná þessum árangri.“

„Ég hef gengið í gegnum mikið síðustu tvö ár og því skiptir þetta miklu máli. Þessar tölur skipta þó engu máli miðað hvað ég hef gaman að því að spila fyrir Brasilíu.“

Neymar hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar með PSG á síðasta ári. Þá var hann sakaður um nauðgun á síðasta ári sem var að lokum felld niður þar sem hún reyndist ekki á rökum reist.

Neymar is closing in on Pele for Brazil’s leading all-time goalscorer 👀🇧🇷 pic.twitter.com/OEZEbJfaCW

— Goal (@goal) June 18, 2021

Exit mobile version