Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn? – DV

0
176

Þegar að hinn 13 ára gamli Nicholas Barclay hvarf frá heimili sínu i San Antonio í Texas, í júní 1994, hafði fjölskylda hans ekki tiltakanlega miklar áhyggjur. Nicholas hafði oft strokið áður og átti sér langa sögu ofbeldis, skemmdarverka og þjófnaðar þrátt fyrir ungan aldur. 

Reyndar átti hann að mæta frammi fyrir unglingadómstól nokkrum dögum síðar og voru allar líkur á að hann yrði sendur á heimili fyrir vandræðaunglinga. 

Nicholas Símtal frá Spáni

Bæði foreldrar Nicholas og yfirvöld töldu að hann hefði stungið af í mótmælaskyni en myndi skila sér á endanum, eins og venjulega. 

En eftir sólarhring daga byrjuðu þau að hafa áhyggjur. Dagarnir urðu að vikum og vikurnar að mánuðum. Lögreglan hafði á engu að byggja og virtist sem jörðin hefði gleypt Nicholas.

Eftir þrjú löng ár fékk fjölskyldan símtal frá lögreglu í litlu þorpi á Spáni sem sagði Nicholas fundinn. Hann hefði fundist á gangi nærri lestarstöð og fluttur í athvarf fyrir ungmenni. Pilturinn hefði í fyrstu neitað að gefa upp nafn en á endanum sagst vera bandarískur og heita Nicholas Barclay. 

Fjölskyldan var vægast sagt hissa á tíðindunum að sonur þeirra hefði fundist hinum megin við Atlantshafið og fór systir Nicholas til Spánar að bera kennsl á piltinn og koma honum heim. 

Við komuna heim til Texas virtist pilturinn afar stressaðu og þögull. Hreint úr sagt furðulegur en afar kurteis.

Nicholas Talaði með frönskum hreimi

Foreldrar Nicholas voru himinlifandi að fá son sinn heim en það var sumt sem ekki gekk upp.

Nicholas hafði horfið bláeygður en fundist brúneygður auk þess sem hárið á honum var mun ljósara en áður hafði verið. Og sá Nicholas sem kom heim var í alla staði mun rólegri en sá reiði, grimmi og ofbeldisfulli drengur sem loka átti inni fyrir afbrot. 

Plús að hann talaði með frönskum hreim.

Sagði pilturinn að sér hefði verið rænt þennan örlagaríka dag dag þremur árum fyrr, honum komið fyrir í flugvél og flogið til Evrópu. Þar hefði hringur barnaníðinga beðið eftir honum og hann misnotaður allt þar til hann náði að flýja.

Taldi Barclay fjölskyldan augljóst að hin skelfilega lífsreynsla hefði orðið þess valdandi að Nicholas var gjörólíkur þeim syni sem þau mundu eftir. 

Nicholas hafði svör við öllu. Sagði hann ræningjana hafa sprautað lit í augu hans og litað á honum hárið til að hann þekktist ekki og að þessi skelfilegu ári hefði kennt sér að hafa stjórn á skapinu.

Nicholas og Frederic Bourdin Grunsemdir vakna

Fjarskyldari ættingjar og vinir fjölskyldunnar voru ekki jafn vissir en á móti kom að pilturinn var með þrjú húðflúr, alveg eins og staðsett á sama stað á líkamanum, og Nicholas hafði þegar hann hvarf. 

En samt sem áður voru sumir vissir um það að pilturinn sem hefði snúið heim væri ekki Nicholas. Einn þeirra var einkaspæjari að nafni Charlie Parker sem var við gerð heimildarmyndar um endurfundina.

Parker fannst hegðun Nicholas ekki á neinn hátt líkjast hegðun barns sem orðið hefur fyrir misnotkun til margra ára, heldur sýndi hann fágun og þroska.

Parker fannst einnig langsótt að ræningjar myndu hafa fyrir að sækja barn alla leið til Bandaríkjanna auk þess að þótt sé unnt að breyta augnlit er það snúið, dýrt og afar áhættusamt. 

Frederric Bourdin Parker ákvað því að rýna betur í gamlar ljósmyndir af Nicholas og bera þær saman við nýjar myndir af þeim Nicholas sem nú dvaldi í herbergi hans.

Parker gerði mælingar og komst að því að augun voru ólík, ekki bara í augnalit, heldur einnig í stærð og lögun. Sem Parker þótt enn grunsamlegra í ljósi þess að Nicholas hinn nýi neitaði að gefa blóðsýni eða láta taka af sér fingraför. 

Grunsemdarraddirnar urðu það háværar að Nicholas var kallaður fyrir dóm og hann skikkaður til blóð- og fingrafaratöku. 

Þegar að niðurstöður lágu fyrir var eitt morgunljóst: Sá Nicholas Barclay sem kom til Texas frá Spáni var ekki sá Nicholas Barclay sem horfið hafði þremur árum fyrr. 

Eftirlýstur af Interpol 

Í raun kom að ,,Nicholas” var í raun 23 ára gamall franskur karlmaður að nafni Frédéric Pierre Bourdin. Sá var enginn nýgræðingur í auðkennisþjófnaði og hafði þrátt fyrir ungan aldur stolið rúmlega 500 auðkennum og reyndist eftirlýstur af Interpol. 

Bourdin var grannvaxinn og nettur og átti þvi auðvelt með að þykjast vera töluvert mikið yngri. Hann hafði stolið auðkennum fjölda barna, víða um heiminn, og var Barclay fjölskyldan síðust í röð fórnarlamba hans þegar þarna var komið.

Ástæðan var einföld: Matur, fatnaður, húsaskjól plús endalaust dekur örvæntingarfullra foreldra sem töldu sig hafa fengið son sinn heim. 

Bourdin var snarlega handtekinn og árið 1998 var hann dæmdur í sex ára fangelsi. 

Frederick Bourdin Vissi fjölskyldan?

Lögregla sneri nú athygli sinni að Barclay fjölskyldunni, full grunsemda, sem Bourdin ýtti undir.

Hvernig gat fólk ekki þekkt son sinn?

Einnig sagði Bourdin fjölskylduna vel hafa vitað að hann var ekki Nicholas en tekið þátt í leiknum þar sem þau vissu meira um hvarfið á Nicholas en þau vildu gefa uppi. Fullyrti Bourdin að hann hefði komið eins og himnasending því hann væri viss um að einhver fjölskyldumeðlima hefði myrt Nicholas.

Nánar tiltekið eldri bróðir hans, Jason.

Barclay fjölskyldan virtist í raun harmi slegin yfir að missa ,,son” sinn í annað skiptið, þótt sumir, til að mynda fyrrnefndur Charlie Parker, grunuðu fjölskylduna um að hafa eitthvað að fela.  

Nicholas og Jason. Hann lést áður en lögregla náði að yfirheyra hann. Vantaði nafn í hvelli

Í viðtalið við blaðamann árið 2008 sagði Bourdin að hann hefði búið á unglingaheimili á Spáni árið 1993 þegar að hann var beðinn um að sanna aldur sinn ellegar yrðu tekin af honum fingraför. Bourdin var á sakaskrá og hafði lítinn áhuga á því svo hann hóf að leita að nafni að stela.

Bourdin hafði óheft aðgengi að síma og hóf að hringja til Bandaríkjanna í leit að upplýsingum um týnd börn. Þegar hann heyrði lýsingu á Nicholas Barclay ákvað Bourdin að betra yrði það varla.

Hann náði að sannfæra NCMEC, stærstu samtök Bandaríkjanna sem vinna að því að finna týnd börn, um að senda sér upplýsingar um Nicholas. Og mynd. 

Því næst hóf að breyta sér i Nicholas. Hárið varð reyndar heldur ljósara en hann ætlaði en mestu skipti að Nicholas hafði þrjú húðflúr sem Bourdin fékk kunningja sína á unglingaheimilinu til að setja á sig. 

Enn er lýst eftir Nicholas og reglulega gefnar út nýjar tölvuteikningar sem sýna mögulegt útlit eftir því sem árin líða. Á lífi?

Frédéric Pierre Bourdin var sleppt úr fangelsi árið 2003 og hélt til Frakklands. Hann átti eftir að endurtaka leikinn nokkrum sinnum en ekki er vitað hvar hann er niðurkominn í dag. 

Árið 1998 boðaði lögregla Jason Barclay til skýrslutöku varðandi hvarf yngri bróður hans en hann lést af völdum fíkniefna áður en að yfirheyrslu kom.

Nicholas Barclay, eða líkamsleifar hans, hafa aldrei fundist og sumir telja hann hafa í raun strokið að heiman og sé enn á lífi og þá undir öðru nafni.