-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Níu smit í gær – Þórólfur segir jólin velta á okkur

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Aðeins níu smit greindust í gær og um 700 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þrír einstaklingar voru utan sóttkvíar.

Sagði Þórólfur á upplýsingafundi upplýsingafundi almannavarna sem nú stendur yfir.

Tveir eru nú á gjörgæslu í Reykjavík og eru báðir á öndunarvél. Sá þriðji liggur á gjörgæslu á Akureyri en er ekki á öndunarvél. Álagið á heilbrigðisþjónustuna fer minnkandi sagði Þórólfur, en aðeins 690 eru í sóttkví og 340 í einangrun. 59 eru inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19.

Nýgengi innanlandssmita er nú 66.8, og hefur ekki verið lægra síðan 20. september, eða í um tvo mánuði.

Þórólfur sagði að þakka beri þátttöku almennings góðum árangri. Þórólfur sagði þó að nú í aðdraganda jóla þarf að gæta sérstaklega vel að persónulegum sóttvörnum. „Gæta að handþvotti, nota andlitsgrímur rétt og við megum ekki vera innan um aðra ef við finnum fyrir veikindum. Höldum okkur þá heima og förum í sýnatöku,“ sagði hann.

Fréttin verður uppfærð með nánari upplýsingum af þeim fundi.

Innlendar Fréttir