Níu unglingar skotnir í samkvæmi í Texas – DV

0
168

Níu unglingar særðust á sunnudaginn þegar skotið var á gesti í samkvæmi menntaskólanema úr Jasper High School. Þeir höfðu safnast saman á einkaheimili að skóladansleik loknum. Fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 19 ára. Enginn er í lífshættu að sögn BBC News.

Talsmaður lögreglunnar sagði að en sé ekki vitað af hverju skothríðin átti sér stað en verið sé að yfirheyra vitni.

Jasper er lítill bær í austurhluta Texas. Þar búa um 7.000 manns.

Þetta var önnur skotárásin þessa nóttina í bænum og rannsakar lögreglan hvort þær tengjast.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin segir að nú látist fleiri börn og ungmenni af völdum skotvopna en af nokkrum öðrum ástæðum í Bandaríkjunum.

Ekki er langt síðan fjórir létust og 28 særðust í skotárás í 16 ára afmælisveislu í Alabama.