5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Njáll Trausti vill leiða Sjálf­stæðis­flokkinn

Skyldulesning

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook.

Njáll hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og segir hann á Facebook að hann hafi notið sín í þingstörfunum á þeim tíma. Hann segir að þjóðaröryggi og innviðir séu hans helstu áherslur.

„Þjóðaröryggi og innviðir eru höfuðáherslur mínar í stjórnmálum, þar undir er orkuöryggi. Það má ekki gerast að válynd veður geti slegið út rafmagni í heilu byggðarlögunum og stefnt öryggi íbúa í hættu. Þarna höfum við lagt mikið á okkur og verðum að gera áfram. Fjarskipti, eins og samgöngur, skipta landsbyggðina líka miklu máli,“ skrifar Njáll.

Hann segir að nú standi þjóðin í krefjandi verkefnum vegna heimsfaraldurs. Stærsta verkefnið sé að komast sem allra fyrst út úr erfiðri stöðu.

„Þegar ég horfi til framtíðar er ég bjartsýnn. Ég sé nýtt upphaf og óþrjótandi möguleika til að kjördæmið og Ísland allt vaxi og dafni á nýjan leik og óska eftir ykkar stuðningi til að leiða okkur þangað í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fer þann 29. maí nk,“ skrifar Njáll á Facebook.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir