1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Njósnarinn hjá Lúxemborg óttast Tryggva og segir Ísland vera með sterkasta liðið

Skyldulesning

Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason.

Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember.

Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar.

Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar.

„Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg.

„Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg.

Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik.

Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar.

Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir