1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Njóta mikilla vinsælda í Rússlandi

Skyldulesning

Perustefnið vekur athygli.

Mynd/Nautic

Hafin er smíði á tíunda togaranum fyrir útgerðarfyrirtækið Norebo Group í Rússlandi, en togararnir eru hannaðir af íslenska skipahönnunarfyrirtækinu Nautic, að því er fram kemur í 200 mílum, sérblaði um sjávarútveg sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Mikil eftirspurn er eftir þekkingu á hönnun og smíði fiskiskipa í Rússlandi og hefur Nautic fjárfest í uppbyggingu rússnesks dótturfélags þar sem starfa nú 57 verkfræðingar. „Við vildum gefa eitthvað af okkur inn í þetta samfélag sem er í svona mikilli uppbyggingu,“ segir Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Nautic.

Ekki fæst uppgefið hvert verðmæti samninganna við Norebo er en heimildir herma að samningar fyrir tíu togara kunni að vera metnir á 1,5 milljarða króna.

Næsta verkefni er að ljúka hönnun fjögurra línuskipa fyrir rússnesku útgerðina.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir