Mahmoud Dahoud er að öllum líkindum að ganga í raðir Brighton á frjálsri sölu þegar samningur hans við Dortmund rennur út á næstunni.
Hinn 27 ára gamli Dahoud er miðjumaður sem hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2017.
Kappinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Dortmund á þessari leiktíð, þar sem Dortmund er í hörkutitilbaráttu við Bayern Munchen.
Það var áhugi á honum á Englandi og í Serie A en Brighton er að vinna kapphlaupið um Dahoud, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Þýskaland.
Getty Það er nóg að gera á skrifstofu Brighton sem hefur þegar gengið frá kaupum á Joao Pedro frá Watford.
Þá er James Milner nálægt því að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu.
EXCL: Brighton are closing in on verbal agreement to sign Mahmoud Dahoud as free agent. 🚨🔵 #BHAFC
Deal’s now very advanced, waiting to fix final details and then sign documents.
Could be 3rd signing after João Pedro [done] and Milner [almost done] — if all goes to plan. pic.twitter.com/VSEd1GhtPL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2023
Enski boltinn á 433 er í boði