Hinseginfræðsla til íþróttafélaga – tímamótasamningur undirritaður, segir í frétt á DV. Já, það eru mikil tímamót þegar Reykjavíkurborg og Samtökin 78 undirrita samning til þriggja ára og taka höndum saman. En orðið fræðsla hefur fengið á sig aðra mynd í seinni tíð.
Í fréttinni kemur ennfremur fram: „Á síðastliðnum árum hefur aðsókn í hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna '78 stóraukizt og í haust hafa mætt yfir hundrað ungmenni í hverri viku“. Milljónir fara í þessa mikilvægu fræðslu.
Unglingar eru félagsverur. Þeir fara þangað sem er stuð. Vitað er að kynvitundin er ómótuð á þessum árum og getur orðið fyrir áhrifum.
Orðið fræðsla hefur í seinni tíð tekið merkinguna að innræta rétta skoðun, sem er í samræmi við pólitíska rétthugsun. Orðið fræðsla hefur því orðið samheiti yfir að heilaþvo, móta skoðanir. Ýmis ríki í fortíðinni hafa fengið á sig svart mannorð fyrir vikið, Kína stendur keikt og stundar þetta enn í krafti stærðarinnar.