10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Nokkur minni háttar útköll vegna veðurs

Skyldulesning

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í minni háttar verkefni í …

Nokkur minniháttar útköll hafa verið í dag hjá björgunarsveitum landsins vegna veðurs. 

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út alla vega tvisvar í dag til að sinna minni háttar verkefnum sem tengjast óveðri dagsins. 

Þakplötur losnuðu á þaki húss suður með sjó í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þá lenti bíll í vandræðum vegna veðurs vestur á fjörðum. 

Að öðru leyti hefur dagurinn og kvöldið verið rólegt hjá viðbragðsaðilum. 

Samkvæmt Vegagerðinni er vetrarfærð víða um land. 

Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Versnandi veður er á Suðvesturlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. #færðin

— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 30, 2020

Suðvesturland: Það er stórhríð á Sandskeiði og Hellisheiði og snjóþekja og skafrenningur í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Á öðrum leiðum eru hálkublettir eða hálka en flughálka er á Kjósarskarði. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi. Það er hvasst á Reykjanesi og á Kjalarnesi.#færðin

— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 30, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir