0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

„Norðaustankaldaskítur allan túrinn“

Skyldulesning

Það var engin kraftveiði í síðasta túr Farsæls segir stýrimaðurinn.

mbl.is/Alfons Finnsson

Farsæll SH 30 kom til hafnar á Grundarfirði í dag með 40 tonna afla og er uppistaða aflans steinbítur og ýsa. Stýrimaðurinn Stefán V. Ólason segir á vef Fisk Seafood að það hafi alls ekki verið nein mokveiði í þessum túr.

„Þessi veiðiferð var um fimm sólarhringar og fjóra af þeim vorum við á veiðum. Lengst af vorum við á veiðum úti á Agötu en færðum okkur svo upp á Flákann þegar veðrið fór að versna. Það var engin kraftveiði í þessum túr. Það var norðan- og norðaustankaldaskítur allan túrinn,“ er haft eftir Stefáni.

Innlendar Fréttir