-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Noregur og Rúss­land komin á­­fram með fullt hús stiga

Skyldulesning

Noregur og Rússland flugu upp úr riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handbolta með öruggum sigrum í síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni í kvöld. Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld. 

Rússland vann Svíþjóð 30-26 og Noregur rúllaði yfir Rúmeníu, 28-20.

Þórir Hergeirsson og læristúlkur hans í Noregi hafa svo sannarlega byrjað mótið af krafti. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Rúmeníu – þar sem staðan var jöfn 13-13 – var einfaldlega sett í fluggírinn í síðari hálfleik.

Varnarleikurinn upp á tíu og Rúmenía komst hvorki lönd né ströng. Norska liðið vann síðari hálfleikinn með átta marka mun og sömuleiðis leikinn, lokatölur 28-20.

Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs með sex mörk, þar á eftir komu Kari Dale og Stine Oftedal með fimm mörk hvor. Hjá Rúmeníu var Lorena Ostase markahæst með sex mörk.

Noregur því á toppi D-riðils með fullt hús stiga þegar riðlakeppninni er lokið.

Rússland vann góðan fjögurra marka sigur á Svíþjóð. Rússland var með yfirhöndina allan tímann og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Síðari hálfleikurinn speglaði þann fyrri fullkomlega en Rússar unnu hann einnig 15-13 og leikinn þar með 30-26.

Daria Dmitrieva var markahæst í liði Rússa með sex mörk. Iuliia Managarova, Antonia Skorobogatchenko og Kristina Kozhokar komu þar á eftir með fjögur mörk hver. Hin íslenska Kristin Þorleifsdóttir var markahæst í liði Svía með sex mörk. 

Hún hefur allt sitt líf búið á Spáni og var óvænt kölluð upp í landsliðið á síðasta ári. Á sínum tíma kom til greina að spila fyrir íslenska landsliðið en hún valdi Svíþjóð á endanum þar sem hún hefur alist upp allt sitt líf.

Rússar enda því með fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils á meðan Svíar eru í 2. sæti með þrjú stig.

Innlendar Fréttir