2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Norsku konungs­hjónin í sótt­kví eftir að starfs­maður greindist með Co­vid

Skyldulesning

Erlent

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður af kórónuveirunni.
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður af kórónuveirunni.
Getty/Patrick van Katwijk

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví eftir að starfsmaður hirðarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá höllinni.

Drottningin er sögð hafa verið í nánum samskiptum við starfsmanninn smitaða og eru þau hjónin nú bæði komin í sóttkví. Þá hafa fjórtán starfsmenn við hirðina verið sendir í sóttkví.

Hvorki Haraldur né Sonja hafa sýnt nein einkenni veirunnar samkvæmt tilkynningunni.

Vegna sóttkvíarinnar mun Haraldur leiða ríkisráðsfund á morgun í gegn um fjarfundabúnað.


Tengdar fréttir


Hjartaaðgerð sem Haraldur Noregskonungur gekkst undir í morgun gekk vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku konungshöllinni.


Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er gert ráð fyrir að hann gangist undir hjartaaðgerð á morgun.


Haraldur Noregskonungur er aftur mættur til vinnu eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi síðustu daga vegna veikinda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir