-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Norsku úrvalsdeildinni lokið – Viðar Örn skoraði í kveðjuleik Matthíasar

Skyldulesning

Norsku úrvaldeildinni, lauk í kvöld með sex leikjum. Viðar Örn skoraði eitt marka Valerenga í 4-0 sigri gegn Start. Um var að ræða síðasta leik Matthíasar Vilhjálmssonar fyrir Valerenga. Lestu um öll úrslit kvöldsins hér.

Valerenga sigraði Start 4-0. Viðar Örn var í byrjunarliði liðsins og skoraði fyrsta mark leiksins. Matthías Vilhjálmsson, kom inn á 64. mínútu í sínum síðasta leik fyrir liðið, hann heldur nú til Íslands þar sem hann mun leika með FH á næsta tímabili. Start fellur niður í 1. deild en liðið leikur undir stjórn Jóhannesar Þórs Harðarssonar. Liðið endaði í 15. sæti en Valerenga endar í 3. sæti deildarinnar.

Jón Guðni Fjóluson, var í byrjunarliði Brann sem vann 2-1 sigur gegn Odd. Jón Guðni spilaði allan leikinn í liði Brann sem endar í 10. sæti deildarinnar með 36 stig.

Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Álasunds sem tapaði 3-0 á útivelli gegn Mjöndalen. Davíð spilaði 46 mínútur í leiknum. Álasund endar í neðsta sæti deildarinnar og leikur í 1.deildinni á næsta tímabili.

Hólmar Örn Eyjólfsson, var í byrjunarliði Rosenborg sem gerði 0-0 jafntefli við Sandefjord. Viðar Ari kom inn á 59. mínútu í liði Sandefjord. Rosenborg endar í 4. sæti deildarinnar en Sandefjord endar í 11. sæti.

Ari Leifsson og Valdimar Ingimundarson, voru báðir í byrjunarliði Strömsgodset sem tapaði 0-4 fyrir Stabæk á heimavelli. Strömsgodset endar í 13. sæti deildarinnar.

Innlendar Fréttir