6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Notaleg jól á hjúkrunarheimilum

Skyldulesning

Jólin verða með óhefðbundnu sniði á hjúkrunarheimilum landsins.

Jólin verða með óhefðbundnu sniði á hjúkrunarheimilum landsins.

Eggert Jóhannesson

Jólahald á hjúkrunarheimilum landsins verður með óhefðbundnu sniði í ár. Líkt og Morgunblaðið greindi frá í morgun mælir samráðshópur um starfsemi hjúkrunarheimila al­farið gegn því að íbú­ar fari í boð til ætt­ingja og vina á aðventu, jól­um eða ára­mót­um. 

Á Hrafnistuheimilunum hafa deildirnar verið fallegar skreyttar fyrir jólin og munu heimilismenn og starfsfólk deildanna eyða jólunum saman að sögn Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistuheimilanna. 

„Við leggjum mjög mikla áherslu á það að hafa þetta heimilislegt, huggulegt og notalegt og sérstaklega núna í ljósi þess að fólk getur ekki farið heim. En við gerum það reyndar alltaf, því jólin eru bara sérstakur tími og oft á tíðum getur þetta verið erfiður tími líka, þannig við leggjum alltaf áherslu að hafa þau bara eins innileg og hægt er.“ 

Hrafnista sendi í gær út bréf til aðstandenda þar sem fram biðlað var til fólks að virða þær reglur sem settar hafa verið varðandi jól og áramót. Heimsóknartímar verða rýmkaðir yfir hátíðarnar en þó þannig  heimsóknir eru einungis heimilar utan matmálstíma. 

„Við megum ekki missa okkur á endasprettinum“

„Aðstandendur hafa verið velkomnir að vera í mat og það er breyting þar á núna. Við erum að hvetja aðstandendur til að vera inni á herbergjum og eiga bara notalega stund þar, fá sér konfekt og eftirrétt eftir matinn og passa bara upp á að halda uppi sóttvörnum. Við megum ekki missa okkur á endasprettinum.“

Á Grundarheimilunum gilda svipaðar reglur og hjá Hrafnistu. Mun heimilið ekki bjóða ættingjum upp á veitingar en hvetur aðstandendur til að koma með veitingar að heiman og njóta saman. Í bréfi til aðstandenda kemur fram að starfsfólkið muni „líkt og alltaf leggja sig fram að skapa hátíðarstemningu sem heimilismenn njóta saman.“

Innlendar Fréttir