-0.7 C
Grindavik
4. desember, 2021

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Skyldulesning

Á miðvikudaginn létust rúmlega 2.400 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er nýtt met hvað varðar fjölda látinna á einum sólarhring. Tölur frá Johns Hopkins háskólanum sýna að 2.439 dauðsföll voru skráð. Þar með komst heildartala látinna upp í 262.080.

Sama daga greindust rúmlega 200.000 manns með smit. Óttast margir að gærdagurinn, en þá var þakkargjörðarhátíðin, muni verða afdrifarík hvað varðar smit og að allt að ein milljón manna smitist í tengslum við hana enda margir sem leggja land undir fót til að hitta vini og ættingja og víða kemur fólk saman til að fagna deginum.

Joe Biden, verðandi forseti, hvatti á miðvikudaginn fólk til að þrauka og minnti á að það styttist í að bóluefni gegn veirunni verði aðgengileg.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir