-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

„Nú er ég sá reynslumikli“

Skyldulesning

Enski boltinn

Bale og Mourinho léttir á því á æfingu Tottenham á dögunum.
Bale og Mourinho léttir á því á æfingu Tottenham á dögunum.
Tottenham Hotspur FC/Getty Images

Það eru liðin sextán ár síðan að Jose Mourinho kom fyrst í enska boltann. Hann tók við Chelsea árið 2004 og hefur verið þar síðan, ef frá er talið fjögur ár er hann stýrði Inter og Real Madrid.

Frá því að Moruinho kom til Englands hefur hann iðulega verið kallaður „sá sérstaki“ (e. the special one) en nú segir Mourinho sjálfur að hann sé kominn með nýtt viðurnefni.

„Núna er ég sá reynslumikli (e. the experienced one). Ég er með mikla reynslu og allt það sem gerist í dag er eitthvað sem ég hef prufað áður,“ sagði Mourinho í samtali við spænska blaðið Sport.

„Núna hef ég þjálfað heilann upp og veit hvað þarf til þess að gera betur.“

Mourinho er 57 ára gamall og þjálfar nú eins og kunnugt er lið Tottenham. Hann hefur unnið Meistaradeildina í tvígang, ensku deildina þrisvar og spænsku deildina einu sinni.

Tottenham Hotspur manager Jose Mourinho has dubbed himself „The Experienced One,“ a riff on his self-described „A Special One“ moniker.https://t.co/vKHnLZVxXG

— ESPN India (@ESPNIndia) November 19, 2020Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir