Nú er kominn alvöru súkkulaði páskabjór – Eitt Sett hið goðsagnakennda súkkulaði í fljótandi form – DV

0
179

Hið goðsagnakennda súkkulaðistykki með lakkrísborðanum er nú komið í fljótandi form og verður einn af páskabjórunum í ár sem ber heitið Eitt Sett.

Ægir brugghús hefur í samstarfi við Nóa-Síríus kynna þennan einstaka súkkulaði bjór með stolti þessa dagana. Eins og áður hefur verið nefnt heitir bjórinn einfaldlega Eitt Sett og verður í sölu núna um páskana í takmörkuðu upplagi. Nói Síríus og Eitt Sett þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, enda verið aufúsugestur á heimilum landsmanna í mörg ár. Það er ekki langt síðan að Eitt Sett komist í röð Royal búðinga og nú er það bjórinn.

Þetta er ljúffengt 5% brúnöl með sætum súkkulaði og lakkrís tónum, sem skilar bragðupplifun sem er svo sannarlega eins og páskar í glasi. Þessi bjór er nýjasta viðbótin hjá Ægi brugghúsi sem eru þekktir fyrir framúrskarandi gæði og bragð. Ægir brugghús nota aðeins bestu hráefni sem eru í boði og eru alltaf að leita að spennandi leiðum til að þróa nýjar og framúrstefnulegar vörur.

Samstarfið hefur verið virkilega ánægjulegt og er útkoman bjór sem er bæði stór og skemmtilegur og ætti að fara vel ofan í flest bjóráhuga og súkkulaði fólk. „Við erum hrikalega spenntir að bjóða upp á þennan eðaldrykk. Eitt Sett hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá barnæsku og því fannst mér tilvalið að heyra í Nóa Síríus mönnum og útbúa þessa goðsagnakenndu súkkulaði og lakkrís tvennu í fljótandi formi. Útkoman er frábær og bjórinn rennur ljúflega niður. Okkur hlakkar mikið til að bjóða fólki að skála í bjór á meðan það hámar í sig páskaeggin,” segir Ólafur S.K. Þorvaldz framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.

Bjórinn verður í sölu í verslunum Vínbúðanna og að sjálfsögðu á krana hjá Ægi bar að Laugavegi 2. Nú er bara að fara prófa og taka bjórinn út.