7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Nú liggur Google niðri – Íslendingar hafa áhyggjur af stóra gagnalekanum

Skyldulesning

Í lok síðustu viku vakti það mikla athygli að Facebook Messenger lá niðri um víðan heim, meðal annars hér á landi. Nú virðist vera sem Google sé að glíma við svipuð vandamál.

Samkvæmt vefsíðunni DownDetector.com eru þúsundir manna um allan heim búnir að tilkynna um vandamál hjá Google. Vandamálið virðist hafa áhrif á þjónustu fyrirtækisins en ekki leitarvélina sjálfa. Þessar þjónustur eru til að mynda Gmail, tölvupóstur Google, sem margir nýta sér. Þá virðist líka vera sem önnur þjónusta á borð við Google Drive og Google Docs sé niðri þessa stundina.

Á föstudaginn var greint frá því að spjallforritið Messenger væri niðri. Margir Íslendingar  óttast að í stóra gagnalekanum muni viðkvæm einkaskilaboð vera opinberuð. Óttinn um þennan gagnaleka tengist Vodafone-lekanum svokallaða, sem átti sér stað árið 2013, en þá komust mikið af viðkvæmum upplýsingum á yfirborðið.

Lesa meira: Íslendingar óttast stóra gagnalekann – „Typpamyndirnar eru allar gerðar í ölæði“

Skjáskot af DownDetector
Skjáskot af Gmail

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir