-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Ný menntastefna til ársins 2030

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Lilja Alfreðsdóttir leggur nú fram fyrstu menntastefnuna fyrir Ísland.

Lilja Alfreðsdóttir leggur nú fram fyrstu menntastefnuna fyrir Ísland.

Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mælir í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030. 

Menntastefnan er sú fyrsta sem lögð hefur verið fram á Alþingi og var hún boðuð skv. þingmákaskrá ríkisstjórnarinnar í nóvember. Menningarstefna er einnig á þingmálaskrá ráðherra í febrúar.

„Framtíðarsýn menntastefnu til ársins 2030 byggist á einkunnarorðunum framúrskarandi menntun alla ævi. Helstu gildi menntastefnunnar verði þrautseigja, hugrekki, þekking og hamingja,“ segir í þingsályktunartillögunni. 

Stefnan byggist á fimm stoðum; Jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi, gæði í forgrunni. 

Í greinagerð tillögunnar segir að „Framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar velta á samkeppnishæfni og sjálfbærni íslenska menntakerfisins.“

Langtímastefnumótun algengari en áður

Eins og áður segir er þetta fyrsta menntastefna sem flutt er á Alþingi. Opinber stefnumótun hefur þróast í þá átt undandfarin ár að langtímastefnur eru lagðar fram í stórum málaflokkum. Sem dæmi var heilbrigðisstefna til fimm ára samþykkt á síðasta þingi, fjármálastefna til fimm ára er nú bundin í lög um opinber fjármál, samgönguáætlun er nú gerð til fimmtán ára og þjóðaröryggisstefna er í gildi frá árinu 2016.

Önnur stefnumótun sem fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er nýsköpunarstefna, ferðaþjónustustefna, orkustefna og eigendastefna fyrir ISAVIA og Landsvirkjun. 

Innlendar Fréttir