2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Nýgift hjón fundust látin – Bróðir brúðgumans finnst ekki

Skyldulesning

Nýgiftu hjónin Talon Rodgers og Alisa Wash, sem bæði voru 23 ára gömul, fundust látin í íbúð sinni á mánudaginn. Þau höfðu bæði verið skotin og létu lífið í kjölfarið. Þau Talon og Alisa höfðu aðeins verið gift í fáeinar vikur. „Þau voru svo gott fólk, þau voru alltaf saman,“ segir nágranni þeirra í samtali við Virginian-Pilot.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Virginia Beach í Bandaríkjunum sem gefin var út á þriðjudaginn var sagt að það væru ekki horfur á því að einhver á heimilinu hafi drepið hjónin. Degi síðar var það þó gefið út að Collin Rodgers, bróðir brúðgumans, hafði mögulega búið tímabundið á heimili hjónanna en Collin, sem er 20 ára gamall, finnst nú ekki. Síðast sást til Collon á heimili foreldra hans í bænum Yorktown í Virginíu þann 27. mars síðastliðinn.

Svo virðist vera sem hjónin hafi verið myrt um síðustu mánaðarmót. Kona sem býr fyrir ofan íbúð hjónanna segist hafa heyrt hávaða í íbúðinni fyrir neðan þann 30. mars síðastliðinn. Maður sem býr í íbúðinni við hliðina á íbúð hjónanna segist hafa heyrt nokkra háa hvelli þann 30. eða þann 31. mars. „Þetta var um miðja nótt,“ segir maðurinn. „Ég var með heyrnatólin mín á og ég get eiginlega ekki sagt hvort hljóðið hafi verið nálægt mér eða langt í burtu frá mér.“

Lögreglan leitar nú að Collin en þar sem ekki er vitað hvers vegna hann hvarf þá metur lögreglan sem svo að hann sé nauðstaddur.   Enn hefur enginn verið nefndur sem grunaður í málinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir