7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Nýjar grímureglur taka gildi í NFL á sögulegum Þakkargjörðardegi fyrir Ísland

Skyldulesning

Sport

Tennessee Titans leikmennirnir Aaron Brewer og Nate Davis grínuðust með það að setja upp grímur á hiðarlínunni í síðasta leik liðsins.
Tennessee Titans leikmennirnir Aaron Brewer og Nate Davis grínuðust með það að setja upp grímur á hiðarlínunni í síðasta leik liðsins.
AP/Nick Wass

Bandaríkjamenn halda Þakkargjörðardaginn hátíðlegan á fimmtudaginn og að venju er boðið til NFL-leikjaveislu. Í fyrsta sinn í ár verða Þakkargjörðarhátíðarleikirnir í beinni í íslensku sjónvarpi.

NFL gaf út strangari sóttvarnarreglur í dag sem munu taka í gildi þegar tólfta vikakeppnistímabilsins hefst á fimmtudaginn.

Hér eftir mega leikmenn ekki vera grímulausir þegar þeir eru ekki með hjálminn á sér á hliðarlínunni. Allir þjálfarar liðanna hafa þurft að vera með grímur og hefur NFL deildin sektað þá þjálfara sem hafa brotið grímureglurnar um risaupphæðir.

Nú eiga leikmenn líka í hættu á því að fá slíkar sektir setji þeir ekki upp andlitsgrímu um leið og þeir taka niður hjálminn á hliðarlínunni.

Þjálfarar mega heldur ekki lengur vera með skildi framan á sér heldur þurfa þeir að vera með grímur. Það er líka meiri tímapressa á liðum að yfirgefa leikvöllinn eftir að leik líkur.

Þetta verður líka sögulegur Þakkargjörðardagur í íslensku íþróttasjónvarpi. Í fyrsta sinn verða leikir í beinni á Stöð 2 Sport á þessum degi sem amerísku fótboltinn hefur eignað sér í Bandaríkjunum.

Stöð 2 Sport mun sína þrjá leiki í beinni á fimmtudaginn. Fjörið byrjar á leik Detroit Lions og Houston Texans klukkan 17.25, þá er komið að leik Dallas Cowboys og Washington Football Team klukkan 21.25 og kvöldið endar svo á stórleik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens klukkan eitt eftir miðnætti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir