3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Nýjar upplýsingar í Rauðagerðismálinu

Skyldulesning

Fréttatilkynning frá lögreglu um Rauðagerðismorðið hefur verið yfirvofandi í dag en þegar til átti að taka inniheldur hún ekki eins mikil tíðindi og margir höfðu vænst.

Fram kemur að karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til þriðjudagsins 2. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Nafn mannsins kemur ekki fram í tilkynningunni en samkvæmt heimildum DV er um að ræða Íslendinginn Anton Kristinn Þórarinsson.

Þeir menn sem losnuðu úr gæsluvarðhaldi í dag  voru úrskurðaðir í tveggja vikna farbann, eða þriðjudagsins 9. mars.

Albaninn Armando Beqirai, sem búsettur hafði verið á Íslandi í sjö ár, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði seint um laugardagskvöldið 13. desember. Skotið var mörgum skotum á Armando en þau hæfðu hann ekki öll. Talið er að notast hafi verið við hljóðdeyfi en það hefur ekki fengist staðfest.

Annar albanskur maður er í haldi lögreglu, grunaður um að vera skotmaðurinn, en hann hefur neitað sök. Sá maður gaf sig fram við lögreglu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Innlendar Fréttir