2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Nýjar vendingar í máli risavaxna svartbjarnarins sem er eftirlýstur fyrir fjölda innbrota

Skyldulesning

Risavaxinn svartbjörn var eftirlýstur af lögreglunni í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir tugi innbrota við Tahoe vatnið síðasta sumar.

Umræddur björn er sagður vera um 230 kg og er talinn hafa sleppt því að leggjast í hýði að bjarna sið heldur gerst óbreyttur innbrotsþjófur til að komast í mat. Töldu yfirvöld að jafnvel þyrfti að svæfa björninn, sem hefur fengið viðurnefnið „Hank the Tank“ því honum væri farið að líða aðeins of þægilega í kringum mannfólk.

Dýraverndunarhópar aftur á móti kölluðu eftir því að Hank yrði fluttur á dýraverndunarsvæði. Viðurnefnið Tank, eða skriðdrekinn, fékk hann fyrir innbrotsaðferðina sína – að ryðjast inn á læst heimili, og sömuleiðis fyrir gífurlega stærð sína sem var talin stafa af ást Hanks á mannamat.

Nú hafa átt sér stað nýjar vendingar í málinu. Talið er að Hank, sem er sakaður um að hafa ráðist inn á minnst 30 heimili við Tahoe-vatnið og oft þegar íbúar eru heima – sé í raun hluti af stærra þjófagengi sem er vel hægt að kalla Bjarnarbræðurna.

DNA-sönnunargögn hafi nefnilega bent til þess að um þrjá birni sé í raun að ræða.

Ann Bryent, sérfræðingur í björnum, segir að þetta hafi henni grunað allan tímann. Um 20 prósent bjarna við Tahoe vatn séu nefnilega hættir að fara í hýði og leita sér matar allt árið um kring og leita matarins á röngum stöðum.

Ann segir að Hank sjálfur sé í raun sá bjarnanna sem valdi minnstum skaða, kollegar hans séu mun meiri skriðdrekar. Einn þeirra hafi nýlega brotið glugga og farið inn í hús. Og þó það hljómi undarlega að rúmlega 200 kg björn komist í gegnum einn glugga þá sé það svo að ef hausinn komist í geng, þá komist restin. Lögregla var kölluð á svæðið, þar sem íbúar voru heima og ekki hrifnir af bjarnargreiðanum, og fældu björninn í burtu.

Nú er Bjarnabræðranna leitað með það fyrir augum að koma þeim á meira viðeigandi stað, þar sem fólki stafi ekki ógn af þeim.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir