Hin ört stækkandi stétt áhrifavalda hefur fengið góðan liðsauka í Brynjólfi Stefánssyni stýrimanni hér um borð. Verður ekki annað sagt en að hans áhrifa gæti víða hér um borð og gleggsta dæmið er nýleg útlitsdýrkun á honum. Margir eru taldir fylgja honum fast að málum og sumir ganga lengra en aðrir. Kjartan matsmaður gekk lengra en flestir og reyndi að líkja eftir útliti Binna eins og kostur var, bæði rakaði af sér hár og skegg!
Við látum lesendur dæma hvernig til hefur tekist en eitt er víst að Brynjólfur er upp með sér svo ekki sé meira sagt. Reynir hann nú sem mest hann má að hafa áhrif á alla sem nálægt honum eru við misjafnar undirtektir…