7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Nýliðafræðsla

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Eins og venja er eru nýjir menn alltaf sendir í nýliðafræðslu hér um borð og eru þeir Kristján Ólafsson skipstjóri og Jakob stýrimaður af hinu rólinu þar engin undantekning. Þeir komu um borð til okkar í lok veiðiferðar í starfskynningu til að kynnast skipi og vinnslu.

Helgi bátsmaður tók þá strax í nýliðafræðsluna og fór með þá mjög ítarlega í gegnum alla þætti skipsins og vinnslunar frá toppi til táar. Var haft á orði að sjaldan hefði fræðslan verið jafn ítarleg og farið mjög vel yfir alla hluti, meira segja svo vel að Ipadinn sem notaður er hafði ekki orku til að endast fræðsluna, og því varð að hlaða hann um miðbik fræðslunnar.

Menn voru almennt ánægðir og sáttir með fræðsluna hjá Helga og höfðu á orði að nú væru þeir mun borubrattari að fara í sinn fyrsta túr á skipinu eftir sjómannadag

Eftir fræðsluna ræddi Helgi síðan um skipið vinnsluna og hvernig væri best að gera hlutina.  Það er alltaf gott að ræða saman og fara yfir þetta aftur og aftur því aldrei er góð vísa of oft kveðin.

 

Innlendar Fréttir